Fróðleiksfýsn starfsmanna Ásbyrgis á sér engin takmörk

asb3 Eins og glöggir lesendur Stykkishólms-Póstsins vita þá eru starfsmenn í Ásbyrgi góðir í mörgu. Ekki bara í gerð skraut- og nytjamuna, heldur líka í að læra nýja hluti og ekki síður að auka gleðina í starfsmannahópnum.

Á haustönn hafa sumir starfsmenn verið á blaðamanna námskeiði og aðrir hafa sótt leiklistarnámskeið. Sér til ómældrar gleði.

Nú á síðustu helgi fóru starfsmenn á námskeið í Grundarfirði í fuglahúsagerð.

 

Þar var listamaðurinn Toggi sem kenndi. Endað var á Láka Hafnarkaffi í pizzuhlaðborði. Þetta var snildarferð allir komu rífandi kátir heim með fuglahús í farteskinu.

asb4

 

Þó við séum miklir sölumenn og náum að framleiða marga fallega hluti þá gætum við ekki fjármagnað alla þessa gleði sjálf.

Við höfum verið svo heppin að Narfeyrarstofa hefur styrkt okkur allt þetta ár með öllu gleri sem til fellur á staðnum. Já geri aðrir betur. Steina og Sæþór hafið bestu þakkir fyrir öll ykkar elskulegheit í okkar garð.

Nú styttist óðum í jólin og ætlum við því að hafa jólamarkað í Setrinu laugardaginn 26. nóv kl 13:30 – 17:00. Þar verður svo sannalega margt fallegt í boði á verði sem gleður.

Njótið aðventunnar.

Fyrir hönd starfsmanna í Ásbyrgi.

Hanna Jónsdóttir