Frystiklefinn og Fiskmarkaður Íslands bjóða á tónleika

Kött Grá Pje (Atli Sigþórsson)

Það gleður okkur mikið að tilkynna að í stað Úlfs Úlfs höfum við fengið Kött Grá Pje ásamt Heimi Rappara til að koma og rúlla upp Sumartónleikunum laugar­daginn 22. apríl. klukkan 21:00. Kött Grá Pje sló eftirminnilega í gegn með laginu Aheybaró og hefur síðan þá kyrjað rappvísur sem eru engu líkar undir þéttum hljóðgervlum og djúpum takti. Hann hefur verið nefndur “Megas íslensku rappsenunnar” vegna frum­legra vísana og duldar líkinga í textasmíðum sínum. Hann hefur verið að vinna nýtt efni sem mun koma út á næstu misserum.

Heimir Rappari gaf nýlega út plötuna George Orwell í fyrra sem hefur hlotið mikið lof. Hann hefur áður verið í hljómsveitunum Skyttunum, Fræ og fleirum.

Það gleður okkur ennfremur að tilkynna að ungir og upp­ rennandi rapparar úr Snæ­fellsbæ, Davidoz, Juiceboy og Gylfi Örvars munu einnig stíga á stokk.

Það gleður okkur líka stjarn­ fræðilega mikið að öllum í heiminum er boðið frítt á þessa tónleika og er það gjöf frá okkur í Frystiklefanum ásamt Fisk­markaði Íslands. Kunnum við þeim góðar þakkir fyrir sam­starfið.

Þú vilt ekki missa af þessu!!!