Fulltrúi óskast í Stykkishólmi

posturinn_logo_380Pósturinn óskar eftir að ráða fulltrúa í framtíðarstarf á pósthúsinu í Stykkishólmi. Fulltrúi er staðgengill stöðvarstjóra.

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem á auðvelt með samskipti. Starfið krefst hæfileika í stjórnun, tölvukunnáttu og góðs skipulags.
Viðkomandi þarf að geta gengið í þau störf sem falla til í pósthúsastarfsemi.

Viðkomandi þarf að geta hafið störft sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 2015.

Hægt er að sækja um á postur.is en skriflegum umsóknum skal skilað á Pósthúsið í Stykkishólmi merkt:

Pósturinn
Steinunn Helgadóttir
Stöðvarstjóri
Aðalgötu 31
340 Stykkishólmi