Fylltur lambahryggur

Takk Elísabet fyrir að senda mér pennann. Lambakjöt er það besta sem er til og getur ekki klikkað. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér núna.

Fylltur lambahryggur
Einn úrbeinaður lambahryggur
40gr sólþurkaðir tómatar
50gr beikon kurl
6 msk rjómaostur
Salt pipar
Best á lambið – krydd

Aðferð:
Úrbeinið hrygginn, skerið sólþurkuðu tómatana, smátt beikonið léttsteikt á pönnu síðan blandað saman við tómatana og smurt á hrygginn ásamt rjómaostinum. Lundirnar settar sitt hvoru megin við hrygginn og kryddað með salti, pipar og Best á lambið. Hryggnum er rúllað upp og vafinn saman með sláturgarni, settur í eldfast mót og kryddaður með Best á lambið.

Gott er að láta hann standa í 2-3 tíma eða lengur. Steiktur í ofni við 180° í 50 mín. Látinn standa í 10-15 mín áður en rúllan er skorin niður. Sósan er gerð úr soðinu sem kemur af steiknni, rjóma, vatni og kjötkrafti bætt við, kryddið eftir smekk. Borinn fram með bökuðum kartöflum og uppáhalds salatinu þínu.
Skerið venjulegar kartöflur og sætar kartöflur. Setjið í eldfast mót, hellið olíu og kryddi yfir og blandið saman.
Bakið í 50-60 mín.

Ég veit að samstarfskona mín Sigrún Þorgeirsdóttir á margar góðar og girnilegar uppskriftir og skora ég á hana að senda uppskrift í næsta blað.

Hrefna Garðarsdóttir