Gengið var á bæjarfjöll á Snæfellsnesi á uppstigningadag.

Í tindaverkefninu Saman klífum brattann  voru farnar á uppstigningardag, 9. maí, ferð á Ennið við Ólafsvík, Drápuhlíðarfjall og síðan á Helgafell. 

Það er Þorsteinn Jakobsson fjallagarpur sem er forsprakki verkefnisins.  Hann vinnur að bók um verkefnið og ætlar að ganga á sem flest fjöll á 12 mánuðum.  Ágóði af sölu bókarinnar á að renna til styrtarfélags krabbameinssjúkra barna.  Ekki er þátttökugjald í göngurnar en fólki er bent á að hægt er að styðja félagið og eru baukar bæði á bensínstöðinni og í sundlauginni

Í tindaverkefninu Saman klífum brattann  voru farnar á uppstigningardag, 9. maí, ferð á Ennið við Ólafsvík, Drápuhlíðarfjall og síðan á Helgafell. 

Það er Þorsteinn Jakobsson fjallagarpur sem er forsprakki verkefnisins.  Hann vinnur að bók um verkefnið og ætlar að ganga á sem flest fjöll á 12 mánuðum.  Ágóði af sölu bókarinnar á að renna til styrtarfélags krabbameinssjúkra barna.  Ekki er þátttökugjald í göngurnar en fólki er bent á að hægt er að styðja félagið og eru baukar bæði á bensínstöðinni og í sundlauginni.  Hægt er að fylgjast með ferðum Þorsteins og félaga inn á síðu skb.is og öllum er frjálst að slást í hópinn hvenær sem er.  Á Drápuhlíðarfjall gengu 22 og þar af 11 sem héldu beint á Helgafell á eftir.  Veðrið skartaði sínu fegursta og voru það glaðir göngumenn sem héldu heim eftir velheppnaðan dag.

Hanna Jónsdóttir