Gestablaðamenn í Stykkishólmi

Áhugavert námskeið í blaða-mennsku á vegum Símenntunar á Vesturlandi. Leiðbeinandi Anna Melsteð
Áhugavert námskeið í blaðamennsku á vegum Símenntunar á Vesturlandi. Leiðbeinandi Anna Melsteð

Nýtt 8 vikna námskeið hóf göngu sína í Grunnskólanum í Stykkishólmi í dag 21. september sem ber heitið „Blaðamennska“. Þátttakendur á námskeiðinu eru fimm: Ólafía Sæunn Hafliðadóttir, Helgi Jóhann Ellertsson, Hanna Jónsdóttir, Jóhanna Ómarsdóttir og Davíð Einar Davíðsson öll úr Stykkishólmi. Tilgangur námskeiðsins er að læra að skrifa efni fyrir fjölmiðla, taka myndir, taka viðtöl og birta í Stykkishólms-Póstinum. Hugmyndir að efni greinanna kviknuðu strax í fyrsta tíma. Margt spennandi verður kannað ofan í kjölinn og mun birtast smátt og smátt.

Námskeiðshópurinn