Hvað á að horfa á um jólin?

Í fyrra tókum við upp á því að nefna sjónvarpsefni sem gaman gæti verið að horfa á yfir hátíðarnar í jólablaðinu. Gísli Sveinn sá um dálkinn þá en nú fengum við Símon Karl Sigurðarson og Jöru Hilmarsdóttur til að setja saman lista. Hann lítur svona út:

Game of thrones
Drekar, galdrar, bardagar og fullt af íslenskri náttúru í einni vinsælustu fantasíuepíkinni í augnablikinu. Síðasta serían er væntanleg á næstu árum svo nú er tækifærið til þess að annað hvort rifja upp eða byrja að horfa!

The Crown
Sería tvö af þessum feykivinsælu þáttum er nýkomin og hún er alls ekki síðri en sú fyrri. Tilvalið að nýta jólafríið í breskt yfirstéttadrama.

Glow
Gamanþættir um fjölbragðaglímu kvenna sem komið var á fót á níunda áratugnum. Skemmtilegar persónur og góðar erkitýpur gera þetta að fínustu afþreyingu.

Black Mirror
Þættir sem hafa notið mikilla vinsælda sem velta upp siðferðislegum spurningum um tækni, hvernig við notum hana í nútímasamfélagi og hvernig hún gæti þróast í framtíðinni.

Stranger Things
Níunda áratugs nostalgía sem hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi. Jafn skemmtileg og hún er ógnvekjandi.

Sherlock
Sherlock Holmes og Dr. Watson eru færðir í nútímalegan búning í þessum geysivinsælu þáttum frá BBC. Hver þáttur jafngildir stuttri bíómynd og er spennandi og fyndinn í senn.

The People v. O.J. Simpson
Lögfræðidrama um eitt um-deildasta og umtalaðasta morð-mál Bandaríkjanna á tíunda áratugnum. Málið er tekið fyrir frá öllum sjónarhornum. Frábær sería sem maður vill helst ekki að klárist.

RuPaul’s Drag Race
Raunveruleikasería um dragdrottningar sem keppast um að verða næsta dragsúperstjarna Ameríku. Frábærar og ýktar týpur, stórfurðulegar áskoranir og neðanbeltis húmor í bland við mikinn glamúr og glans. Ekki nauðsynlegt að horfa á seríurnar í réttri röð.

Mindhunter
Áhugaverðir þættir byggðir á sönnum atburðum um tvo FBI fulltrúa sem taka viðtöl við raðmorðingja í fangelsum Bandaríkjanna á áttunda áratugnum. Rannsóknir þeirra voru byltingarkenndar og lögðu grunninn að því hvernig FBI meðhöndlar raðmorðingja.

Brooklyn Nine-Nine
Bráðskemmtilegir 20 mínútna þættir um löggulíf í Brooklyn. Tilvalin afþreying sem er gott að skjóta inn á milli dramatískari þátta.

Símon og Jara