Föstudagur , 21. september 2018

Gjöf til Byggðasafnsins

Þann 7. júlí s.l. barst Norska húsinu – Byggðasafni Snæfellinga og

Hnappdæla ómetanleg gjöf sem talin er koma úr fórum fjölskyldu

Árna Thorlaciusar.

Þann 7. júlí s.l. barst Norska húsinu – Byggðasafni Snæfellinga og

Hnappdæla ómetanleg gjöf sem talin er koma úr fórum fjölskyldu

Árna Thorlaciusar.

Gjöfin er útskorin rúmfjöl frá 1735 með þekktum sálmi eða

bænaversi eftir Sigurð Jónsson frá Presthólmum (1590-1661).

Áletrunin er eftirfarandi og glöggir lesendur kannast líklega

við þessa gömlu bæn: VERTV IFER Og ALLT VMM KRING

Med EILIFRE BLESSAN ÞINNE SITIE N V [óljóst] eINgLAR

SAMAN I HRING SÆNGENNE IFER MINNE ANNO 1735 þ

13 FEBR.

Fjölin er talin koma frá heimili Josephine Antoniu, dóttur Árna,

og kom í hlut Evelyn Þóru Hobbs (1918-2012). Josephine Antonia

fædd Thorlacius giftist Boga Thorarensen og bjuggu þau að

Staðarfelli í Reykhólasveit. Þau áttu tvær dætur. Önnur þeirra,

Herdís, bjó lengst af í Frúarhúsinu í Stykkihólmi. Amma Evelyn

Þóru Hobbs ólst upp samtíða Herdísi og voru þær alla tíð tengdar

vináttuböndum. Móðursystir Evelyn Þóru Hobbs ólst upp að hluta

til hjá Herdísi sem ekki var barna auðið. Móðir Evelyn, Jósefína

Antonía Helgadóttir Zoëga var skírð í höfuðið á móður Herdísar.

Ættingjar Evelyn Þóru Hobbs færðu safninu þessa rúmfjöl og

hana er hægt að skoða á föstu sýningu safnsins á tilgátuheimili

Árna og Önnu. Áður hafa þau fært safninu ruggustól og dragkistu

(kommóðu).

AlmaDís Kristinsdóttir,

safnstjóri Norska hússins-Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla