Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Gjöf til endurhæfingadeildar HVE Stykkishólmi

Frv.Berglind Lilja Þorbergsdóttir og Hrefna Frímannsdóttir yfirsjúkraþjálfari
Frv.Berglind Lilja Þorbergsdóttir og Hrefna Frímannsdóttir yfirsjúkraþjálfari

Þann 1. október færði Berglind Lilja Þorbergsdóttir íbúi í Stykkishólmi, endurhæfingadeild HVE Stykkishólmi Wii tölvu og sjónvarp.  Notkun á tölvu sem þessari  hefur gefið góða raun í þjálfun jafnvægis hjá eldri borgurum og hefur verið notuð á nokkrum hjúkrunarheimilum í landinu.  Hér verður hún notuð sem sjónræn endurgjöf við þjálfun jafnvægis og eflingu líkamsvitundar einstaklinga á öllum aldri, sem hingað koma í endurhæfingu.

Við þökkum Berglindi Lilju kærlega fyrir rausnarlega gjöf.

HVE-Stykkishólmi