Gjöf til skólans

Laugardaginn 28. janúar komu til okkar í skólann færandi hendi systurnar Katrín og Hólmfríður Gísladætur. Þær færðu textílmennt 200.000 krónur í minningu móður þeirra Ingbjargar Gestsdóttur. Fjárhæðin á að renna til kaupa á saumavélum þegar endurnýjunar verður þörf. Ingibjörg var mikil hannyrðakona og kenndi handavinnu um skeið.
Fyrir hönd skólans vil ég færa þeim systrum kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

Berglind Axelsdóttir, skólastjóri