Góðir gestir í heimsókn hjá Royal Rangers

Royal Rangers heimsóknin sem við fengum um helgina gekk frábærlega!  Guð blessaði okkur með frábæru veðri eins og svo oft áður.

Við tókum á móti strákunum á okkar frábæra útivistar- og hobbýbýlasvæði í Nýræktinni.  Það fengu þeir að sjá ýmislegt skemmtilegt og smakka margt undarlegt eins og súra hrútspunga og fleira sér íslenskt gúmmilaði.

Royal Rangers heimsóknin sem við fengum um helgina gekk frábærlega!  Guð blessaði okkur með frábæru veðri eins og svo oft áður.

Við tókum á móti strákunum á okkar frábæra útivistar- og hobbýbýlasvæði í Nýræktinni.  Það fengu þeir að sjá ýmislegt skemmtilegt og smakka margt undarlegt eins og súra hrútspunga og fleira sér íslenskt gúmmilaði.

Á laugardagsmorgunn kenndu þeir undirstöðu atriði í hafnarbolta og eftir hádegi kenndu svo íslensku foringjarnir gagnlega hluti, eins og að búa til vatnsheld uppkveiki sett, kerti úr appelsínum, hvernig sjóða á egg í appelsínuberki, splæsa og hitta íspinnaprikum ofan í tunnu.

Um kvöldið var svo skellt í bíó á Hótel Stykkishólmi á myndina The GraceCard og var aðalleikarinn Michael Joiner á staðnum.  Svo var grillveisla í Hvítasunnukirkjuni og mikið fjör.  Heimsóknin endaði svo á samkomu í Hvítasunnukirkjuni og þaðan héldu vinir okkar í Bláa lónið og flugu heim til Bandaríkjana á mánudagsmorgun.

Gestirnir okkar voru svo heillaðir af Hólminum, starfinu okkar og krökkunum að þá langar að koma aftur að ári.

Við viljum þakka öllum sem komu að þessu á einhvern hátt, takk, takk, takk!  Drottinn blessi ykkur!

KRB