Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Göngum saman – þakkir

Nú þegar við höfum lokið þessu verkefni sem „Göngum saman“ er þá er efst í huga þakklæti fyrir alla aðstoð sem við höfum fengið. Göngum saman er fjáröflun þar sem allt er sníkt fyrir gott málefni. Málefni sem snertir flestar fjölskyldur í landinu á einn eða annan hátt. Í ár söfnuðum við 98.778 krónum. Það voru 29 manns sem gengu með okkur og flestir nýttu sér boð Stykkishólmsbæjar um frítt í sund. Við viljum því þakka öllum þeim sem lagt hafa okkur lið á einn eða annan hátt.

BB og synir og Böðvar Sturluson – kærar þakkir fyrir frían flutning.

Stykkishólmsbær – bauð frítt í sund öll árin sem við vorum með í göngunni það er síðustu 7 ár.

Bónus – lagði okkur til aðstöðu til að selja varninginn.

Svo og bestu þakkir til allra sem versluðu og eða gengu með okkur.

Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni og svo er það mannbætandi að leggja góðu málefni lið.

Bestu þakkir fyrir okkur,
Hanna Jónsdóttir
Eydís Bergmann