Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Grænmetissúpa með tortellini

cookingMig langar að deila með ykkur uppskrift af góðri og kraftmikilli grænmetissúpu sem ég býð gjarnan upp á.

75 gr tortellini
75 gr beikon
½ laukur
100 gr sellerí
1 msk tómataþykkni
71/2 dl kjötsoð (vatn og 3 súputeningar)
½ tsk paprikuduft
½ púrrulaukur
1 stk gulrót
½ dl steinselja
salt og pipar
matarolía til steikningar.

Aðferð:
Tortellið soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum og undirbúið súpuna á meðan.
Hreinsið og sneiðið laukinn.
Skerið selleríið í strimla. Skerið beikonið smátt.
Laukurinn ásamt beikoni steikt í einni msk af olíu í stórum potti bætið selleríi út í og látið krauma í 3-4 mín.
Hellið kjötsoði og tómatþykkni saman við og kryddið með papriku.
Látið krauma í 15 mín.
Skerið blaðlauk og gulrætur í þunna strimla.
Bætið blaðlauk, gulrót og steinselju saman við súpuna og sjóðið áfram í 5 mín.
Setjið að lokum soðið tortellini út í og bragðbætið með salt og pipar.
Ég skora á nágrannakonu og vinkonu mína hana Helgu Sveinsdóttur að senda uppskrift í næsta blað, hún lumar örugglega á einhverju góðgæti.
Með kveðju
Árþóra Steinarsdóttir