Miðvikudagur , 19. desember 2018

Grænt málþing, fræðslufundur og verðlaunafhending

Þann 19. júlí s.l. opnaði sýningin (v)ertu græn(n)!? – sjálfbærni og menningararfur mætast. Sýningin er fjölþætt samstarfsverkefni þar sem hugtakið sjálfbærni er skoðað út frá ólíkum sjónarhornum. Sýnd eru listaverk eftir myndlistarmennina Guðjón Ketilsson, Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur, Gjörningaklúbbinn, Hlyn Hallsson, Hrafnkel Sigurðsson, Ilmi Stefánsdóttur, Kristinn E. Hrafnsson, Ólöfu Nordal og Þorbjörgu Þórðardóttur. Verkin eru í eigu Listasafns Reykjavíkur sem lánaði Norska húsinu – BSH flökkusýninguna Ferðaflækja: Sjálfbærni og myndlist mætast.

Þann 19. júlí s.l. opnaði sýningin (v)ertu græn(n)!? – sjálfbærni og menningararfur mætast. Sýningin er fjölþætt samstarfsverkefni þar sem hugtakið sjálfbærni er skoðað út frá ólíkum sjónarhornum. Sýnd eru listaverk eftir myndlistarmennina Guðjón Ketilsson, Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur, Gjörningaklúbbinn, Hlyn Hallsson, Hrafnkel Sigurðsson, Ilmi Stefánsdóttur, Kristinn E. Hrafnsson, Ólöfu Nordal og Þorbjörgu Þórðardóttur. Verkin eru í eigu Listasafns Reykjavíkur sem lánaði Norska húsinu – BSH flökkusýninguna Ferðaflækja: Sjálfbærni og myndlist mætast.

Einnig var kallað eftir þátttöku íbúa svæðisins. Þátttakan fólst í að lána Norska húsinu – BSH græna og umhverfisvæna hluti á sýningu. Í samvinnu við þátttakendur verkefnisins var farið í gegnum skráningarferli fyrir hvern hlut: Saga hlutarins var skráð, hann ljósmyndaður, númeraður og settur á sýningu. Á sýningunni eru dregnir fram “grænir” eiginleikar hlutanna og þannig fjallað um sjálfbærni og grænt hugarfar í daglega líf inu. Sumir hlutir eru bæði grænir að lit og umhverfisvænir eða annað hvort. Í  tengslum við sýninuna var efnt til hönnunarsamkeppni og verðlaun veitt fyrir bestu tillögu af fjölnota poka.

 Sýningin stendur til 30. ágúst n.k. en  efnt er til málþings/fræðslufundar og verðlaunaafhendingar miðvikudaginn 28. ágúst kl. 17 og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á létta hressingu. Aðgangur ókeypis.

(fréttatilkynning)