Grillaðar lambalundir með kryddjurtapestói

Mér var tilkynnt af eiginkonu minni síðastliðinn þriðjudag að hún hefði gefið Guðlaugu skotleyfi á mig þannig að ég á víst ekki um annað að velja en að hlýða því.
Þessi réttur virkar vel hvort sem maður pönnusteikir eða grillar lundirnar, hann hefur alltaf vakið mikla lukku á mínum borðum.

Grillaðar lambalundir með ofnbökuðu rótargrænmeti og kryddjurtapestói
Ca 600-800 gr lambalundir.
Pensla lundirnar með ólifuolíu og krydda með timjani, hvítlauksalti og pipar.
Grilla lundirnar á miklum hita í ca 2 og hálfa min á hvorri hlið. Lækka þá í grillinu og setja lundirnar á efri grind í 8-10 min (fer eftir stærð lundanna).

Rótargrænmeti
2 bökunarkartöflur
1 stór sætkartafla
1 gulrófa
1 nípa
2 stórar gulrætur
Grænmetið skrælt og skorið í ca 1 cm2 bita.
Sett saman í eldfast fat og velt upp úr olíu og kryddað með salti og þurrkaðri steinselju.
Bakað í ofni í 190°C í ca 40 min.

Kryddjurtapestó
Hnefafylli fersk steinselja
Hnefafylli ferkst basilika
1 teskeið timian
1 matskeið furuhnetur
hálfur dl fetaostur í olíu
1 dl olía
2 matskeiðar sítrónusafi
1 matskeið hunang
Allt sett saman í matvinnsluvél og maukað.

Ég veit ekki um neinn betri til að koma með næstu uppskrift en mömmu gömlu, en fyrir aðkomufólkið sem kann að lesa þetta er það Dagbjört Hrafnkelsdóttir.

Hrafnkell Thorlacius