Haustferð um Snæfellsnesið

Á dögunum fóru heimilismenn á Dvalarheimili Aldraðra  í haustferð um Snæfellsnesið . Farið var norðanvert nesið og fyrir jökul. Stoppað var á Hellnum á kaffihúsinu Prímus í kaffi og köku. Þetta var mjög vel heppnuð ferð í alla staði. Það var Gunnar Hinriksson sem var rútubílstjóri og þökkum við honum kærlega fyrir aðstoðina og samveruna. Síðast en ekki síst viljum við þakka Agnari Jónassyni og Svölu Jónsdóttur kærlega fyrir stuðning þeirra þar sem við nýttum gjöfina frá Vökustaur í þessa ferð. Allir komu heim sáttir og sælir eftir góðan dagstúr.

Með kveðju, Kristín Hannesdóttir