Hausttónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

Á fimmtudag í næstu viku, 21. nóvember, heldur Lúðrasveit Stykkishólms hefðbundna hausttónleika sína. Þar koma fram Litla Lúðró, Stóra Lúðró og Víkingasveitin. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Martin Markvoll.
Efnisskrá lúðrasveitartónleikanna er fjölbreytt og skemmtileg með íslenskri og erlendri tónlist, bæði gömul og ný.
Helgina eftir tónleikana fer lúðrasveitin í tónleika- og skemmtiferð til Reykjavíkur. Þessi ferð er hluti af hátíðahöldum í tilefni af 70 ára starfsafmæli lúðrasveitarinnar.
Næsta vor, á sumardaginn fyrsta, verða haldnir glæsilegir afmælistónleikar. Af því tilefni skorum við á foreldra og fyrrverandi félaga að dusta rykið af hljóðfærum sínum og vera með eftir áramót. Fyrsta æfing verður fimmtudaginn 9. janúar kl. 16:44-18:30.
Eins og ávalt eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana og enginn aðgangseyrir.
(Fréttatilkynning)