Heiðursfélagar Skotfélags Snæfellsness

Á aðalfundi Skotfélags Snæfellsness sem haldinn var á veitingahúsinu Hrauni í Ólafsvík þann 25. maí, heiðraði félagið 3 félagsmenn fyrir óeigingjörn sjálfboðaliðastörf með því að gera þá að heiðursfélögum félagsins.  Það voru þeir Karl Jóhann Jóhannsson, Birgir Guðmundsson og Unnsteinn Guðmundsson sem voru heiðraðir, en allir voru þeir stofnendur að félaginu fyrir 30 árum.

Þeir hafa allir verið lykilmenn í starfi félagsins síðustu áratugina og án þeirra væri félagið ekki eins öflugt og það er í dag.  Þá voru þeir einnig heiðraðir með starfsmerki ÍSÍ og afhenti Garðar Svansson fulltrúi ÍSÍ þeim heiðursmerkin.