Miðvikudagur , 19. desember 2018

Heilsuvika í leikskólanum.

Leikskólinn í Stykkishólmi tók þátt í heilsuvikunni. Þá lögðum við enn meiri  áherslu á hreyfingu og fóru m.a. þrír elstu árgangar leikskólans í íþróttahúsið þar sem Steina og Aþena tóku á móti þeim og ýmsar vettvangsferðir voru farnar, en umhverfi leikskólans býður upp á margar krefjandi leiðir. Við fórum í skipulagða hreyfileiki sem hún Sigga, íþróttakennari sá um. Þessir leikir voru úti þegar veður leyfði annars inni í sal. Stefnt var að því að fara með yngri börnin í fleiri gönguferðir og fleiri hreyfileiki fyrir þau.

Leikskólinn í Stykkishólmi tók þátt í heilsuvikunni. Þá lögðum við enn meiri  áherslu á hreyfingu og fóru m.a. þrír elstu árgangar leikskólans í íþróttahúsið þar sem Steina og Aþena tóku á móti þeim og ýmsar vettvangsferðir voru farnar, en umhverfi leikskólans býður upp á margar krefjandi leiðir. Við fórum í skipulagða hreyfileiki sem hún Sigga, íþróttakennari sá um. Þessir leikir voru úti þegar veður leyfði annars inni í sal. Stefnt var að því að fara með yngri börnin í fleiri gönguferðir og fleiri hreyfileiki fyrir þau.

Elstu börnin hafa í vetur farið í markvissar gönguferðir með það að markmiði að þjálfa sig fyrir fjallgöngu í vor. Er þá stormað í allskyns veðrum upp um alla hóla og hæðir í nágrenninu, en síðustu árin hefur vorferð elstu barnanna verið ganga á Gráukúlu og ferð í Nátthagann og því betra að vera vel undirbúinn.

Mikið er hugsað um hollustu í mataræði í leikskólanum. Enn meiri áhersla var lögð á grænmeti og ávexti í mataræði barnanna í heilsuvikunni og umræðu um hvað er hollt og óhollt. Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur fór yfir matseðil leikskólans fyrir u.þ.b. þremur árum og kom með ábendingar um það sem betur mátti fara og höfum við haft þær áherslur að leiðarljósi við samsetningu matseðla. 

Hreyfing og heilsa hefur alltaf verið mikilvægur þáttur í starfi leikskólans. Litið er á barnið sem heild og hugað að andlegri og líkamlegri heilsu allra. Einkennisorð leikskólans eru: Virðing – gleði – kærleikur og með því að hafa þau í huga í öllu starfi erum við að hlúa að öllum þroskaþáttum barnanna og vellíðan þeirra. Dr. Anna – Lind Pétursdóttir hefur leiðbeint okkur í markvissa vinnu með börnunum sem snýst um að beina sjónum að hinu jákvæða og góða í hverju barni. Við notum hrós og gefum jákvæð skilaboð á sem fjölbreyttastan hátt á hverjum degi, notum inniröddina okkar og pössum hendurnar okkar. Þessi vinnubrögð hafa reynst okkur vel og finnst okkur við finna mun á jákvæðari börnum og starfsfólki. Þessari vinnu verður haldið áfram og fleiri þáttum bætt inn til viðbótar.

Með kveðju, f.h. starfsfólks leikskólans í Stykkishólmi, Sigrún Þórsteinsdóttir.