Heimsins besta Gulrótarkaka

4egg
4 dl. Hveiti
5 dl. Sykur
2tsk. Matarsódi
2tsk kanill
2tsk vanillusykur
2dl ólífuolía
5-6 dl rifnar gulrætur
Þeyta egg og sykur þar til létt og ljóst. Restin útí og hræra varlega. Setja í tvö kringlótt form. Baka í 40-45 mín á 180°
Krem
60gr smjörlíki
4dl flórsykur
5 msk Rjómaostur (lítið box)
2tsk vanillusykur
Hræra saman smjörlíkinu og flórsykrinum. Bæta rjómaostinum útí(mjúkum) og vanillusykrinum og hræra vel. Setja svo á milli botnana og restina ofaná. Skreyta svo með rifnum gulrótum.

Ég vil þakka systur minni áskorunina og held þessu innan fjölskyldunnar og skora á annan brottfluttan Hólmara hana frænku mína Þóreyju Thorlacíus.
Nota tækifærið og sendi mínar bestu kveðjur frá Ørsta í Noregi og þá sérstaklega til elsku ömmu minnar og afa á Höfðagötunni.
Margrét Hildur Ríkharðsdóttir