Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Hesteigendafélagið Hringur Ólafsvík

Í blaðinu „Íþróttasumarið“ sem prentsmiðjan Steinprent gaf út fyrir síðustu mánaðarmót urðu þau mistök að birt var ársgömul grein um Hesteigendafélagið Hring, hér á eftir fer greinin eins og hún átti að vera í blaði þessa árs. Beðist er velvirðingar á þessu.

Hesteigendafélagið Hringur var stofnað af hesteigendum í Ólafsvík og var upphaflegur tilgangur félagsins að stýra nýtingu beitarhólfa, byggja upp fjölbreyttar reiðleiðir og aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Markmið félagsins eru að efla áhuga fólks á hestum og hestaíþróttum, stuðla að því að hesteigendum gefist sem bestur kostur á því að ríða út og njóta hestsins í þjálfun og umhirðu.

Félagið hefur staðið fyrir reiðnámskeiðum sem hefur verið öllum opið, einnig hafa félagar farið í skipulagðar lengri og styttri hestaferðir.

17. júní ár hvert hefur félagið tekið þátt í hátíðarhöldum með því að koma í fánareið að hátíðarsvæðinu og þar hefur börnum boðist að fara á hestbak, einnig koma börnin sem eru á leikjanámskeiðum í heimsókn upp í hesthúsin í Fossárdal og fá að fara á hestbak.

Félagið hefur áhuga á að fá sem flesta til að taka þátt í starfinu og að reyna að fá börn og unglinga til að taka þátt í þessari skemmtilegu íþrótt.

Síðastliðið haust hóf félagið byggingu á reiðskemmu að stærðinni 18m x 38m og var hún tekin í notkun í byrjun árs með námskeiðshaldi og þjálfun hesta. Húsið kemur til með að nýtast hestamönnum vel í alla staði og er með 40m2 sal sem nýta má til samkoma og almenns félagsstarfs.

Félagið vill koma fram þökkum til allra þeirra sem komu að þessari húsbyggingu með einhverjum hætti og gerðu þennan langþráða draum okkar hestamanna að veruleika.

Stjórn félagsins:
Stefán Smári Kristófersson s. 8945064 formaður

Snævar Örn Arnarsson s. 6981863 gjaldkeri

Selma Pétursdóttir s. 8222287 ritari

Heimir Þór Ívarsson s. 6602888 meðstjórnandi

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli