Miðvikudagur , 19. desember 2018

Hlaut 2. verðlaun í smásagnasamkeppni

Amila Crnac, nemandi á fyrsta ári við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, hlaut önnur verðlaun í smásögukeppni ársins 2012, en keppnin var haldin á vegum Félags enskukennara á Íslandi. Fjórtán skólar tóku þátt í keppninni sem var í fjórum flokkum:  6.bekkur og yngri, 7.-8.bekkur,  9.-10.bekkur og framhaldsskólastig en þema ársins var „Games“.

Amila Crnac, nemandi á fyrsta ári við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, hlaut önnur verðlaun í smásögukeppni ársins 2012, en keppnin var haldin á vegum Félags enskukennara á Íslandi. Fjórtán skólar tóku þátt í keppninni sem var í fjórum flokkum:  6.bekkur og yngri, 7.-8.bekkur,  9.-10.bekkur og framhaldsskólastig en þema ársins var „Games“. 

Verðlaunafhending fór fram við hátíðlega athöfn í Bandaríska sendiráðinu þann  1.mars 2013. Bandaríski sendiherrann Luis Arreaga, Kristen Swenson, formaður FEKÍ og Renata Emilsson Pesková héldu ræður og sáu um verðlaunafhendingu.  Salka bókaútgáfa gaf bókaverðlaun. Óskum við Amila innilega til hamingju með árangurinn!