Miðvikudagur , 19. desember 2018

Hólmarinn heim

Nú er að verða komið ár síðan ég flutti aftur í Stykkishólm eftir 12 ára fjarveru. Á þeim tíma bauðst mér aðeins tjaldstæði og útiklósett þegar maður sótti bæinn heim þessi fáu skipti sem ég kom. Ég hef alltaf elskað þennan bæ ég hef hrósað og dásamað hann vegna fegurðar. Ég varð mjög ósátt þegar foreldrar mínir ákváðu að flytja burt og með því fluttu þau alla festu sem ég hafði við bæinn, fyrir utan fáa vini þar sem flestir voru einnig farnir.

Nú er að verða komið ár síðan ég flutti aftur í Stykkishólm eftir 12 ára fjarveru. Á þeim tíma bauðst mér aðeins tjaldstæði og útiklósett þegar maður sótti bæinn heim þessi fáu skipti sem ég kom. Ég hef alltaf elskað þennan bæ ég hef hrósað og dásamað hann vegna fegurðar. Ég varð mjög ósátt þegar foreldrar mínir ákváðu að flytja burt og með því fluttu þau alla festu sem ég hafði við bæinn, fyrir utan fáa vini þar sem flestir voru einnig farnir.

Tímarnir eru mikið breyttir og kem ég sem foreldri með mann og þrjú börn. Frelsið er yndislegt og á ég ekki orð yfir því ljúfa lífi sem við eigum hér, ég get ekki hugsað mér að fara héðan burt  aftur og það bara eftir árs veru á þessum frábæra stað. Hér geta börnin verið áhyggjulaus og leikið sér frjáls sem eykur bæði sjálfstraust og öryggi þeirra. Þau þurfa að geta treyst sjálfum sér og gerir umhverfið okkur foreldrum auðvelt fyrir að hleypa þeim aðeins lengra en ég hefði gert fyrir sunnan. Þó ég hafi búið á mjög rólegum stað á Álftanesi þá hefði ég aldrei leyft þeim að gera hluti sem þykja sjálfsagðir hér. Einnig hefur lífið breyst hjá unglingnum. Margar reglur voru settar fyrir síðasta vetur um tölvunotkun og sjónvarpsgláp. En þar sem unglingurinn var upptekinn við að sinna öllu því sem Stykkishólmur og fólkið í bænum hafði uppá að bjóða þá gafst aldrei tími til að sinna því sem mikilvægast var fyrir nokkrum mánuðum, sjónvarpið og tölvan. Fyrir það er ég mjög þakklát.

Hins vegar er ýmislegt sem hefur dalað hér í bæ og má þá fyrst og fremst nefna róluvellina, sorglegt er að labba um bæinn með lítil börn þar sem þau sjá leiktæki og vilja leika. Ég held ég hafi prufað að fara á flesta leikvellina og hef ég þurft að fara burt þar sem börnin hafa bæði meitt sig á naglaspýtum og öðru sem er alls ekki boðlegt fyrir börn og á ekki heima á barnaleiksvæði. Þá má nefna helst leikvöllinn í mínu gamla hverfi eða inná flötum. Þar er hann í algjöru niðurníðslu og má þá frekar rífa það sem fyrir er heldur en að bjóða uppá þetta svona. Þessi leikvöllur var hverfisprýði hér fyrir nokkrum árum síðan, eða þegar ég var þar daglegur gestur og naut þess mjög.  Við sem foreldrar höfum haft augun með okkur og er hér margt sem þarf að laga á þessum opnum svæðum fyrir börn. Ég hef heyrt rök eins og að það séu ekki nægir peningar en þetta hefur ekki orðið svona í einum vetfangi. Það er eins og það hafi lítið sem ekkert gerst síðan ég var lítil eða fyrir 20-30 árum síðan, þá er ég ekki að tala um einhvert smá viðhald hér og þar. Mér datt í hug hvort það væri sniðugt að setja dreifibréf í hús til þess að hvetja fólk að koma saman til þess að mála leiktæki og laga það helsta en misvel hefur verið tekið í það. Flestum finnst að bærinn eigi að sinna þessu eða að leiktækin séu orðin það ljót að ekki sé hægt að laga það sem eftir er.

Í „gamla daga“ fyrir 17. Júní, þjóðhátíðardag okkar íslendinga áttum við unga fólkið í bæjarvinnunni sem staðsett var í Hólmgarði að gera garðin fínan.  Allt átti að vera orðið tipp topp í garðinum og ekki mátti sjást í arfa eða annan óvelkomin gróður í garðinum. Þar var stéttin skröpuð og smúluð, allur arfi tekinn og var þessi garður okkur öllum til sóma á þessum merkisdegi. Ég var í 17. Júní nefnd þetta árið og hefur sú nefnd ekki úr miklu að spila en um fjórðungur af þeim fjármunum fer í viðhald á garðinum og undirbúning hjá starfsmönnum áhaldahúss. Satt að segja varð ég fyrir miklum vonbrigðum með nýtingu þessara fjármuna og verð að segja að þetta hafi ekki verið góð fjárfesting eða svikin vara. Þessi fallegi garður er ekkert nema illgresi og tré sem reyndar hafa verið klippt mjög fallega og nokkur blóm sem hafa verið sett í kör en annað hafði víst ekki verið gert. Beðin voru þakin grasi eftir slátt og undir trjánum var ekkert nema arfi. Ég hefði betur átt að fara í jogginggallanum heldur en að dressa mig upp og hafa fyrir því að gera börnin mín fín þar sem það gleymdist alveg að setja garðinn í “sparifötin”.  En svo spyr ég: Er viðhald á þessum garði ekki inní hlutverki áhaldahúss nema fyrir auka peninga? Á ekki að teljast almennt þeirra hlutverk að sinna þessum garði? Ég man ekki betur en að fyrir stuttu síðan hafi verið gert átak í þessum tiltekna garði þar sem fréttamenn sáu mikilvægi  þess að segja frá í sjónvarpi landsmanna og ég skil bara ekkert hvað hefur orðið af því átaki.

Ég vil samt alls ekki tala niður til auðvitað besta bæjarins í heimi en þar sem ég er orðin hér bæjarbúi finnst mér ég þurfa að sinna þeirri samfélagskyldu að láta vita af því sem mikilvægt er að skoða eða laga. Einnig vona ég að ég sé ekki að fara með rangt mál í þessum pistil en þá má alveg leiðrétta það.

Takk fyrir að taka svona vel á móti okkur við erum svo þakklát.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir