Hornablástur í hundrað ár.

Eitt af því sem löngum hefur sett sterkan svip á menningarlífið í Stykkishólmi er Lúðrasveitin í bænum.  Lúðrasveit Stykkishólms var stofnuð árið 1944 , og  hefur starfað samfellt síðan.   Auk þess að spila á stórhátíðum og við önnur slík tækifæri, hefur lúðrasveitin í lengd og bráð einnig verið uppeldisstöð fyrir  danshljómsveitir bæjarins.  Þeir eru því fáir ef einhverjir Hólmararnir sem ekki eru meðvitaðir um lúðrasveitina og framlag hennar í menningar lífi  staðarins.  Þeir eru kannski færri sem vita  að þetta er ekki fyrsta lúðrasveitin sem stofnað var til í Hólminum, og að núna í vetur, nánar tiltekið í mars 2013 eru liðin 100 ár frá því að fyrsti "hornaflokkurinn" leit hér dagsins ljós. 

 

Eitt af því sem löngum hefur sett sterkan svip á menningarlífið í Stykkishólmi er Lúðrasveitin í bænum.  Lúðrasveit Stykkishólms var stofnuð árið 1944 , og  hefur starfað samfellt síðan.   Auk þess að spila á stórhátíðum og við önnur slík tækifæri, hefur lúðrasveitin í lengd og bráð einnig verið uppeldisstöð fyrir  danshljómsveitir bæjarins.  Þeir eru því fáir ef einhverjir Hólmararnir sem ekki eru meðvitaðir um lúðrasveitina og framlag hennar í menningar lífi  staðarins.  Þeir eru kannski færri sem vita  að þetta er ekki fyrsta lúðrasveitin sem stofnað var til í Hólminum, og að núna í vetur, nánar tiltekið í mars 2013 eru liðin 100 ár frá því að fyrsti „hornaflokkurinn“ leit hér dagsins ljós. 

Greinin á vef Ægis