Hörpurnar

Á dögunum afhenti formaður Lionsklúbbsins Hörpu, Berglind Axelsdóttir Leikskólanum í Stykkishólmi gjafapakka sem gefinn er af Menntamálastofnun. Í gjafapakkanum voru lestrabækur, veggspjöld, stafapjöld og alls konar nýtilegir hlutir fyrir eldri nemendur leikskólans. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri ásamt Elísabetu Láru Björgvinsdóttur veittu gjöfinni móttöku.