Hrannarbúðin til sölu

Ágætu viðskiptavinir nær og fjær!

Allt hefur sinn tíma, segir í mál-tækinu og til þessa máltækis varð okkur hjónunum hugsað þegar við tókum þá ákvörðun að hætta rekstri Hrannarbúðarinnar.   Það er rétt að geta þess að með þessari ákvörðun erum við ekki að segja að þessi rekstur sé vonlaus nei þvert á móti þá er vel hægt að lifa af honum ef honum er sinnt af alúð 

Ágætu viðskiptavinir nær og fjær!

Allt hefur sinn tíma, segir í mál-tækinu og til þessa máltækis varð okkur hjónunum hugsað þegar við tókum þá ákvörðun að hætta rekstri Hrannarbúðarinnar.   Það er rétt að geta þess að með þessari ákvörðun erum við ekki að segja að þessi rekstur sé vonlaus nei þvert á móti þá er vel hægt að lifa af honum ef honum er sinnt af alúð og  með eljusemi.  Við höfum hinsvegar ákveðið að hætta nú og snúa okkur að öðrum verkefnum.   Á þessum tímapunkti viljum við þakka öllum þeim viðskiptavinum  búðarinnar sem hafa séð sér hag í því að versla í Hrannarbúðinni í  þau rúm 40 ár sem verslunin hefur starfað.  Við stöndum í þeirri trú að þarna úti meðal ykkar séu til aðilar sem eru tilbúnir að taka við keflinu og viljum hvetja áhugasama einstaklinga til þess að skoða málið vandlega því auðvitað er það okkar heitasta ósk að verslunin haldi áfram.  Okkar starfi hér í Hrannarbúðinni lýkur hinsvegar í byrjun desember næst komandi og höfum við auglýst rekstur og húsnæði til sölu, sjá  www.fastko.is

Með endurteknum þökkum fyrir samstarfið.

f. h. Hrannarbúðarinnar sf.

Jóhanna  og Gunnar