Hrós til foreldraráðs

Okkur langar að koma á framfæri hrósi til foreldraráðs (sem skipa Ingunni Sif Höskuldsdóttur, Agnesi Helgu Sigurðardóttur og Guðrúnu Hörpu Gunnarsdóttur), til starfsfólks Leikskólans í Stykkishólmi og þeirra foreldra sem tóku þátt í frábærlega vel heppnuðum veisluhöldum í tilefni pólska þjóðhátíðardagsins þann 11. nóvember síðastliðinn.

Það er gaman að kynnast ólíkum siðum og menningu og þroskandi fyrir okkur öll. Það var virkilega gaman að kynnast menningu samborgara okkar frá Póllandi, taka þátt í söngstund, (þar sem sungin voru pólsk og íslensk lög) og smakka pólskan mat. Svona framtak er ekki síst mikilvægt í ljósi uggvænlegrar þróunnar í heimsmálunum þar sem menningarleg einsleitni virðist fá æ betri hljómgrunn.

 

Takk kærlega fyrir okkur!

Áfram fjölmenningarsamfélag!

María og Orri