Hugmyndabankinn – apríl

  • Gera eithvað í dóta- og kútamálum í sundlauginni. Hugmynd að leita til fyrirtækja líkt og bankans til að gefa kúta.
  • Hvernig verður með daggæslu í sumar þegar leikskólanum verður lokað? Er ekki hægt að hafa opið frá kl 13:00 – 17:00 og nota elstu krakkana í bæjarvinnunni til að passa? Er það ekki bara skárra heldur en að hanga fram á hrífuna eða sópinn allan daginn?
  • Hvernig verður opnunartími sundlaugarinnar í sumar? Persónulega fannst mér opnunartímnn um helgar fáranlegur. Það væri skárra að hafa opið frá kl 10:00 – 19:00. Væri ekki nær að sneiða klukkutíma af kvöldopnun á virku dögunum og þá jafnvel yfir vetrartímann?
  • Gaman væri að hafa aðstöðu fyrir markað á laugardögum í sumar. Þar sem fólk gæti fengið aðstöðu fyrir mjög lítinn eða engann pening. T.d einsog Hebbarnir hafa verið að gera. Þar gæti verið einskonar Kolaportsstemming. Það myndi færa líf í bæinn.
  • Það væri mjög rómatískt ef Ástarhreiðrið í Súgandisey yrði merkt, helst á fjölmörgum tungumálum. Ástarhreiðrið, Love nest, Liebe Nest, Amour nid…..
  • Til hagræðingar væri sniðugt þar sem einn býr í húsi að þeir pari sig saman og þá losnar um húsnæði til leigu og leigutekjur myndast og rosa stuð 🙂
  • Væri ekki upplagt að koma upp w.c herbergi í anddyri íþróttahússins með aðgengi fyrir alla.
  • Það væri gaman ef bakaríið myndi auglýsa brauð dagsins t.d á facebook eða heimaíðu. Þá er öuggt að maður missi ekki af því þegar uppáhaldsbrauðið manns er bakað, t.d rúsínubrauð eða hvítlauksbrauð…
  • Gera útsýnispall upp að vatnstankinum á Höfðagötu. Steyptar tröppur upp.
  • Veitingastaðir hafi opið á matmálstímum, vísi ekki fólki frá og sýni sveigjanleika þegar viðskiptavinir mæta á staðinn rétt fyrir lokun eldhúss og gefi þeim að borða. Það er neyðarlegt sem bæjarbúi að svara fyrir að ekki sé hægt að fara út að borða í ferðamannabænum Stykkishólmi.