Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Humarforréttur

10635776_10204627006173142_5266506984377796376_nTakk ósk mín, fyrir að skora á mig 🙂

Ég ákvað að koma með uppskrift af einföldum og góðum humarforrétt 🙂

Ca 20 humarhalar, skelflettir
3-4 hvítlauksrif
ca 2 stk. chili
Ca 150 gr.smjör
Steinselja
Sweet chilli sósa

Maður byrjar  á því að bræða íslenskt smjör á pönnuna við vægan hita svo það brenni ekki, læt svo hvítlaukinn og chili malla smá stund á pönnuni áður en ég læt humarhalann og steinseljuna saman við og að lokum sweet chili sósuna.

Það er gaman að bera þetta fram í fallegum glösum og strá aðeins steinselju yfir til skrauts 🙂
Gott er að hafa með þessum rétti ristað brauð með smjöri:)

Ég skora á systir mína. Ástu að koma með uppskrift í næsta blaði, hún lumar örugglega á einhverju góðu, ef ég þekki hana rétt 🙂

Jóhanna Kristín