Hunangs- og sojagljáður kjúklingur með kasjúhnetum.

Uppskrift að kjúklingi og speltvefjum.

Þetta er uppskrift fyrir 4.

5 kjúklingabringur

2 msk. sojasósa t.d. tamari sem er glútenlaus eða

Kikkoman (fæst í Bónus)

3 msk. hunang t.d lífrænt akasíuhunang

1 msk. jómfrúarolía

100 gr. kasjúhnetur(má nota þær hnetur sem að maður vill)

Aðferð:

Blanda saman sojasósu og hunangi og skera

kjúkklingabringurnar í bita og leggja þær í bleyti í leginum

í ca 10 mín.

Steikja kjúklingabitana á pönnu í ca 5 mín við

meðalhita og síðan við hækkaðan hita í ca 4 mín. Þá er

kasjúhnetunum bætt út í og kjúkklingurinn og hneturnar

látið karamellast saman á pönnunni. Það kemur svolítill

vökvi af þessu þegar búið er að steikja og það er fínt að

hafa hann með.

Við berum með þessu grænt salat, brún hrísgrjón eða

íslenskt bankabygg.

Það er mjög gott að nota afganginn og setja inn í vefjur ,

hér á eftir er uppskift af vefjum.

Speltvefjur

5 dl. spelt

2 msk. sesamfræ

1 tsk. sjávarsalt

1/2 dl. olífuolía

150-175 ml. heitt vatn.

Hnoðið þessu saman og skiptið í átta bita, og fletjið

kökurnar til steikingar. Steikið kökurnar mjög snöggt á

pönnu og setjið á disk og breiðið rakan klút yfir svo að

kökurnar verði ekki harðar meðan verið er að steikja.

Þetta er vinsæll réttur á mínu heimili, svo ég vona að ykkur

komi til með að líka. Verði ykkur að góðu.

Ég vil að endingu skora á mágkonu mína Sesselju

Sveinsdóttur.

Kveðja

Anna María Rafnsdóttir