Föstudagur , 16. nóvember 2018

Hús til sölu: Lágholt 3

LágholtLágholt 3

209 fm. steinsteypt einbýlishús byggt árið 1956 ásamt ca 20 fm. sólstofu og 39,1 fm. steinsteyptum bílskúr byggðum árið 1974. Neðri hæð skiptist í samliggjandi forstofu og hol, baðherbergi, eldhús, þvottahús, eitt svefnherbergi, stofu og sólstofu. Efri hæð sem skiptist í rúmgott hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Nýjar innréttingar, tæki og gólfefni eru í eldhúsi og á baðherbergjum. Nýjar vatns-, hita- og frárennslislagnir. Rafmagn hefur verið yfirfarið og rafmagnstafla er ný.

Að utan er húsið klætt með plastklæðningu. Bílskúr er upphitaður. Góð lóð þar sem er m.a. stór hellulögð stétt með skjólveggjum. Verð 39.000.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignirnar og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar:

www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness

Pétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.

Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is

Heimasí.a: fasteignsnae.is