Miðvikudagur , 19. desember 2018

Hvítt og fínt með matarsóda!

Eftir að hafa farið yfir nokkur góð heimilisráð með sítrónu og ediki vil ég kynna fyrir ykkur þriðja efnið í þessari heimagerðu og umhverfisvænu hreinsilínu – Matarsóda!

Matarsóda má nota til ýmissa verka, blanda hann saman við önnur umhverfisvæn efni eða nota hann einan og sér. Matarsódinn eyðir vondri lykt og hreinsar upp fitu og bletti svo fátt eitt sé nefnt. 

Eftir að hafa farið yfir nokkur góð heimilisráð með sítrónu og ediki vil ég kynna fyrir ykkur þriðja efnið í þessari heimagerðu og umhverfisvænu hreinsilínu – Matarsóda!

Matarsóda má nota til ýmissa verka, blanda hann saman við önnur umhverfisvæn efni eða nota hann einan og sér. Matarsódinn eyðir vondri lykt og hreinsar upp fitu og bletti svo fátt eitt sé nefnt. 

Hægt er að búa til frábæran blettaeyðir með því einu að blanda saman matarsóda og örlitlu vatni. Þykkri blöndunni er nuddað yfir blettinn og flíkin svo þvegin eins og venjulega. Þessi undrablanda ræður við flesta bletti. Eins ef þú vilt að hvíti þvotturinn verði hvítari, þá er gott ráð að strá matarsóda út í bala af vatni og leggja hvíta þvottinn í bleyti. Misjafnt er hversu lengi þvotturinn þarf að liggja í bleyti en það þarf að meta hverju sinni.

Hver kannast ekki við skápalyktina sem skemmir ferska ilminn af nýþvegnum þvottinum? Gott ráð er að setja matarsóda í skál og inní skáp í nokkra daga og þar með er þetta vandamál afgreitt!

Einnig má nota matarsóda til að þvo fitu af eldhúsbekknum og veggflísunum. Þá er matarsódanum stráð á rakan svamp og þurrkað yfir. Strjúkið síðan yfir með hreinu vatni. 

Þar með er fita, blettir og vond lykt úr sögunni og skjannahvítur þvotturinn hangir á snúrunum, gæti ekki verið betra!

Harpa Auðunsdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfelsness (harpa@nsv.is)