Íbúð til sölu

DSC08265Garðaflöt 4
113 fm. íbúð í steinsteyptu raðhúsi byggðu árið 1980 ásamt 33 fm. sambyggðum bílskúr. Um er að ræða endaíbúð í þriggja íbúða raðhúsi og skiptist í forstofu, hol, gang, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Ágætar innréttingar eru í eldhúsi og baðherbergi og skápar eru í öllum herbergjum og í holi. Hurðir í íbúðinni eru allar mjög stórar og er því aðgengi fyrir hjólastóla gott. Nýlegur sólpallur er í garði og er gengið út á hann bæði úr stofu og hjónaherbergi. Verð 25.000.000,-.
Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignirnar og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar:
www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala Snæfellsness
Pétur Kristinsson, hdl.
löggiltur fasteigna- og skipasali.
Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is
Heimasíða: fasteignsnae.is