Indverskt karrý

Miðast við 1 kg af kjöti (t.d. kjúklingabita – á beinum, gúllaskjöt)

Hita á 2 af 3, eða 6 af 9.

4 msk. matarolía

½ msk. kúmenfræ

2 lárviðarlauf

4 negulnaglar

4 grænar kardimommur

smá bútur af kanelberki

4-5 þurrkuð chili – heldur milt bragð – 6-8 fyrir sterkt

Þetta er látið malla þangað til kúmenfræin eru orðin brún og farið að heyrast „popp“-hljóð.

Passa að brenna ekki.

2 saxaðir laukar, meðalstórir settir út í. Láta þá steikjast vel þangað til þeir eru orðnir gull-litir, tekur nokkurn tíma.

1 ½ msk engifer- og hvítlauksmauk (ginger garlic paste)

Sett út í laukinn og látið steikjast í 4 mínútur.

Setja smá vatn út í ef farið að brenna.

Bæta ½ l af sjóðandi vatni út í og svo:

½ msk. túrmerik-duft

½ msk. kóríander-duft

½ msk. kúmen-duft

½ msk. madras karrý-duft

1 ½ msk. salt

Þetta er látið sjóða í 2-3 mín.

Hér geturðu valið hvort þú viljir hafa réttinn með tómötum eða jógúrt:

3-4 tómatar, t.d. skornir í teninga  (í kvöld setti ég líka græna papriku með tómötunum – gott)

eða

dós af hreinu jógúrt

síðan:

½ msk. sykur

½ bolli sjóðandi vatn

ferskt spínat ef maður vill

Þetta er látið malla í 4-5 mín.

Hér er kjöti og kartöflum/kjúklingabaunum bætt út í.

Allt hrært vel saman þannig að vökvinn hylji allt.

Sjóða í 4-5 mín.

1 ½ – 2 bollar sjóðandi vatn

Þegar suðan kemur upp er hitinn settur á 1 af 3 eða 3 af 9.

Suðutími:

kjúklingur – 40 mín.

lamb – 60 mín.

nautahakk – 15-20 mín.

kjúklingabaunir – 10 mín.

kartöflur – 20 mín.

kjúklingur + kartöflur – 50-60 mín.

Borið fram með basmatí-hrísgrjónum og naan-, chapati- eða paratha-brauði (eða bara tortillu).

Ég skora á Elínu Freyju systur mína til að koma með uppskrift í næsta blað.

Takk fyrir mig,
Reynir Þór Eggertsson