Íslands- og heims-meistaramótið í Pítró 2017

Páll Aðalsteinsson, Álfgeir Marinósson, Lárus Ástmar Hannesson, Jónas Sigurðsson, Hafþór Benediktsson og Janusz Edvard Lukasik

Íslands- og heimsmeistaramótið í Pítró var haldið föstudaginn 29. desember sl. Að mótinu stóðu, með dyggri aðstoð staðarhaldara á Skildi Álfgeirs Marinóssonar, eins og áður kvenfélagið Björk og Lárus Ástmar Hannesson. Alls spiluðu 34 spilarar sem er með því mesta sem hefur verið. Spilað var með sama fyrirkomulagi og undanfarið. Elsti spilari mótsins var Hannes Gunnarsson 84 ára en yngsti spilarinn sem var að spila á sínu fyrsta móti var Sævar Ingi Sigurðarson (sonur Sigga, Sigga Júll.) 19 ára.

Til úrslita spiluðu úr riðlunum Hafþór Benediktsson og Janusz Edvard Lukasik á móti Jóhanni Jóni Ísleifssyni og Ásthildi Kristjánsdóttur annarsvegar og höfðu Hafþór og Janus betur. Hinsvegar spiluðu Páll Aðalsteinsson og Álfgeir Marinósson gegn Jónasi Sigurðssyni og Lárusi Ástmari Hannessyni og sigruðu Jónas og Lárus. Til úrslita spiluðu því um fyrsta og annað sætið Hafþór og Janus gegn Jónasi og Lárusi.

Um þriðja sætið spiluðu því Jóhann og Ásthildur gegn Palla og Álfgeiri. Úrslitin urðu sem hér segir: Þriðja sæti, Palli og Álfgeir. Annað sæti, Hafþór og Janus og Íslands- og heimsmeistarar 2017 eru Jónas og Lalli.

Við þökkum spilurum þátttökuna og staðarhaldara á Skildi aðstoðina.

Lárus Ástmar Hannesson og kvenfélagið Björk.