Móttaka verður þriðjudaginn 5. nóvember kl. 16:00–18:00 í Stykkishólmskirkju
Við eigum skókassa, teigur, merkimiða og fleira það verður einn skókassi tilbúinn og til sýnis í Bókaverzlun Breiðafjarðar Hafnargötu
Ef einhver vilja losa sig við tilbúna skókassa þá er hægt að koma þeim á Tangagötu 9 Stykkish.
Við erum með facebook síðu fyrir Jól í skókassa á Snæfellssnesi, núna eru móttökur á öllu Nesinu
www.facebook.com/groups/jol.i.skokassa.stykkisholmur/
Í fyrra gekk erfiðlega að koma skókössum á leiðarenda en það tókst þó að lokum, öllum til mikillar gleði.
Eins og undanfarin ár, hefur verið ákveðið að skókassarnir verði sendir til Úkraínu, þar búa um 50 milljón.manna.
Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barna- spítala og til
barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.
Kirkjan í Úkraínu er rússnesk rétttrúnaðarkirkja, en KFUM í Úkraínu starfar innan þeirrar kirkjudeildar.
Aðal skipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem komið hefur til Íslands
að kynna sé starf KFUM & KFUK hann kom í heimsókn til okkar í Stykkishólmiskirkju í nóvember 2007
Heimasíða KFUM og KFUK er www.skokassar.net