Jól í skókassa

Jól í skókassa í Stykkishólmi & Helgafellssveit

Móttaka á skókössum verður í Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 1. nóvember frá kl. 16 – 18

Sýnishorn af tilbúnum skókössum verða í Stykkishólmijol-i-skokassa-sthposturinn

Bókaverzlun Breiðafjarðar Hafnargötu 3 og Pósthúsinu Aðalgötu 25

Vegna þess að alltaf bætist við vinahópinn okkar þá langar okkur að minna á tilgangin með þessu verkefni

Verkefnið jól í skókassa felst í því að fá börn og fullorðna til þess að setja nokkra hluti, í skókassa,t.d. og leikföng, ritföng, vettlinga, sokka, hreinlætisvörur og sælgæti. Kassanum er síðan pakkað inn í jólapappír (lokið sér) þessu verður síðan útdeilt til þurfandi barna í Úkrainu, sem annars fengju engar gjafir.

Þannig viljum við mæta þörfum fólks sem eru fórnarlömb stríðs, fátæktar, náttúruhamfara og sjúkdóma með það að markmiði að sýna kærleika Guðs í verki.

Þrátt fyrir erfitt ástand í Úkraínu og ólgu í austurhluta landsins eru aðstandendur Jól í skókassa í óða önn að skipuleggja söfnunina eins og áður.

Stjórn verkefnisins fylgist vel með málum í Úkraínu og er í reglulegu sambandi við tengiliði verkefnisins í Úkraínu.

 

Heimasíða KFUM og KFUK er www.skokassar.net

 Við erum með Facebook síðu fyrir verkefnið hér á svæðinu.

https://www.facebook.com/groups/jol.i.skokassa.stykkisholmur/

Með kveðjum og þakklæti Ásdís og Margrét