Jól í skókassa í Stykkishólmi og Helgafellssveit

jol-i-skokassa-2013-mynd-1-1

Þriðjudaginn 5. nóvember s.l. lauk móttöku á Jól í skókassa. Alls söfnuðust 83 skókassar, það er 25 kössum meira en í fyrra. Einnig bárust okkur peningagjafir að upphæð kr. 5.000,-

María Þórsdóttir kennari mætti með 1. og 2. bekk, svo það var margt um manninn þá og gaman að fá þessi yndislegu börn í heimsókn
Fólk gaf sér þó góðan tíma með börnunum og staldraði við, aðrir kláruðu að ganga frá skókössum sínum. Við höfum haft þann háttinn á að eiga alltaf tilbúna skókassa með jólapappír utanum, það kemur sér vel fyrir þá sem vantar skókassa á síðustu stundu.
Boðið var upp á léttar veitingar, s.s. kaffi, kakó, safa, skúffuköku, kex, piparkökur og fleira gómsætt.
Við viljum senda þakkir til allra sem hjálpuðu okkur og komu að þessu verkefni á einhvern hátt, alltaf bætist við þann hóp. Ráðskonurnar okkar þrjár Jóhanna, Ragnheiður og Kristín fá þakklæti fyrir hjálpina, þær hjálpuðu okkur þegar mest lá á. Þetta verkefni vex með ári hverju og er svo skemmtilegt og gefandi. Peningagjöfin kemur sér líka vel, því það er dýrt að flytja skókassana í gámi til Úkraínu.
Innilegar þakkir til ykkar allra, Guð blessi ykkur öll
Kveðjur Ásdís og Margrét