Júlíana – hátíð sögu og bóka 2019

Þannig er að nú í janúar og febrúar og fram í mars, verður í gangi kvikmyndataka í Stykkishólmi. Á þeim tíma er allt gistirými í bænum upptekið. Því verðum við að færa til hátíðina og verður hún nú dagana 21.-24. mars, eða einum mánuði síðar en áætlað var. En hátíðin verður glæsileg að venju.  Á hana munu mæta eftirtaldir rithöfundar: Guðrún Eva Mínervudóttir, Gerður Kristný Guðjónsdóttir og Viktor Arnar Ingólfsson. Einnig mun þekktur barnabókahöfundur koma og vinna með Grunnskólanemendum í 4 .– 7. bekk,  og taka þátt í hátíðinni.

Leshópurinn mun starfa samkvæmt venju, en byrja seinna, reiknum með 11. febrúar. Leshópurinn les bók Guðrúnar Evu, Ástin Texas.

Við munum gangast fyrir smásagnasamkeppni, sögurnar séu að hámarki 4000 orð og skilafrestur verður 1. mars. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu sögurnar að mati þriggja manna dómnefndar.

Það verða stofnaðir viðburðir á Facebook um þessa dagskráliði.Við vonum að þessi breyting á tímasetningu valdi ekki óþægindum, en við þetta verður ekki ráðið og að við munum eiga saman góða hátíð.

F.h. undirbúningsnefndar,
Gréta Sigurðardóttir.