Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Júlíana – hátíð sögu og bóka 22. – 25. febrúar 2018

Vilborg Davíðsdóttir

Leshringur

Hátíðin verður haldin í sjötta sinn dagana 22. – 25. febrúar nk. Viðfangsefni hátíðarinnar er ástin í ljóðum og sögu. Dagskráin verður að vanda fjölbreytt.

Leshringur í tengslum við hátíðina hefst mánudaginn  8. janúar kl. 20:00 á Hótel Egilsen og verður vikulega fram að hátíð og er öllum að kostnaðarlausu. Lesin verður skáldsagan Blóðug jörð eftir Vilborgu Davíðsdóttur sem verður gestur á Júlíönu-hátíðinni í ár. Stjórnendur leshópsins verða að þessu sinni þrír, þær Guðrún Marta Ársælsdóttir, Ingunn Jakobsdóttir og Nanna Guðmundsdóttir.

Áhugasamir hafi samband við Þórunni Sigþórsdóttur í síma 894-1421, netfang: thorunns@simnet.is, eða Grétu Sigurðardóttur í síma 820-5408, netfang: gretasig@gmail.com.

Undirbúningsnefnd