Júlíana – hátíð sögu og bóka

Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir þá verður Hátíð sögu- og bóka haldin í Stykkishólmi dagana 28. feb. til 3 mars nk. Dagskráin verður fjölbreytt og hefst hún formlega með opnun í Vatnasafninu fimmtudaginn 28. mars. 

Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir þá verður Hátíð sögu- og bóka haldin í Stykkishólmi dagana 28. feb. til 3 mars nk. Dagskráin verður fjölbreytt og hefst hún formlega með opnun í Vatnasafninu fimmtudaginn 28. mars. Meðal dagskrárliða á hátíðinni mun Helga Kress fjalla um ævi og verk Júlíönu Jónsdóttur í Akureyjum, fyrstu íslensku skáldkonuna sem gaf út ljóðabók og fékk leikrit eftir sig sett á svið. Einnig mun Guðrún Ásmundsdóttir segja frá ævi og störfum Ólafíu Jóhannsdóttur. Hún starfaði m.a. með námi sem heimiliskennari á kaupmannsheimili í Flatey á Breiðafirði. Veitingastaðirnir verða með uppákomur, upplestur og sögur sagðar í heimahúsum svo fátt eitt sé nefnt, svo endilega að taka helgina frá. Fh. undirbúningsnefndar Þórunn Sigþórsdsóttir, thorunns@simnet.is Facebook- Júlíana- hátíð sögu og bóka