Júlíönuhátíð

Á fundi í haust á vegum Eflingar tilkynnti Gréta Sigurðardóttir mjög ákveðið að hún hyggðist halda bókamessu í vetur. Við höfum nú fengið að njóta þess síðustu daga á hátíð sögu og bóka sem kennd er við Júlíönu Jónsdóttur.

Á fundi í haust á vegum Eflingar tilkynnti Gréta Sigurðardóttir mjög ákveðið að hún hyggðist halda bókamessu í vetur. Við höfum nú fengið að njóta þess síðustu daga á hátíð sögu og bóka sem kennd er við Júlíönu Jónsdóttur.

Gréta, Sigríður Erla, Dagbjört og Þórunn og þeir aðrir sem stóðu að þessari hátíð eiga þakkir skildar fyrir vel undirbúna og vel gerða hátíð. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Það er ekki sjálfgefið að setja saman svo mikla dagskrá sem raun bar vitni og þar að auki hafa frítt á alla viðburði. Það er lofsvert þegar einstaklingar og hópar taka sig saman og drífa sjálfir í verk eins og Júlíönuhátíðina án forgöngu eða afskipta hins opinbera. Þessi hátíð er komin til að vera ef marka má undirtektir og ef þetta einstaklingsframtak fær þá umgjörð frá sveitarfélaginu og öðrum sem þörf er á.

Enn og aftur til hamingju stelpur Það var einstaklega vel til fundið , við setningu hátíðarinnar, að heiðra Ingveldi Sigurðardóttur (Stellu) fyrir hennar menningarframlag í áratugi. Stella er vel að því komin.

Gretar D. Pálsson