Kærleiksteppi


Nú þegar halla ferð að hausti taka margir upp prjónana og eða hekklunálina og rækta þannig huga og hönd, því datt mér í hug að koma þessum upplýsingum á framfæri.
Kærleiksteppi eru teppi sem sett eru utan um fóstur og ungbörn sem látast. Til að búa um þau í kistu. Útfarastofa Kirkjugarðanna gefur alla þjónustu þegar um fósturlát er að ræða og dauða barna allt til 16 ára aldurs. Bæði þjónustu og kistur. Þegar um fósturlát er að ræða er oft ekkert til og það kemur sér því vel að eiga teppi á lager.

Tekið er á móti kærleiksteppunum á skrifstofu Útfarastofu Kirkju-garðanna, Fossvogi, Vesturhlíð 2, 105 Reykjavík.
Hér er um venjuleg ungbarnateppi að ræða. Svo er gott að hafa í huga að leggja í guðskistuna kemur svo margfalt til baka.

Með kærleikskveðju, Hanna Jónsdóttir/Mynd: Útfararstofa Kirkjugarðanna