Miðvikudagur , 19. desember 2018

Káliðer ekki sopið þó í ausuna sé komið

Undirritaður kýs að svara opnu bréfi Erlu Friðriksdóttur til velferðarráðherra og forseta bæjarstjórnar Stykkishólms. Tek það þó skýrt fram að það er ekki í þeirra umboði, heldur svara ég sem bæjarfulltrúi sem mikinn áhuga hef á að styrkja þá starfsemi sem um ræðir.  Öll bæjarstjórnin var sammála um að fara í þá vegferð að kanna mögulega sameiningu á starfsemi Dvalarheimilis Stykkishólms við starfsemi HVE við St. Fransickussjúkrahúsið í Stykkishólmi. Svör mín við spurningum Erlu sýna hversu illa hefur verið haldið á þessum málum af hálfu Stykkishólmsbæjar.

Undirritaður kýs að svara opnu bréfi Erlu Friðriksdóttur til velferðarráðherra og forseta bæjarstjórnar Stykkishólms. Tek það þó skýrt fram að það er ekki í þeirra umboði, heldur svara ég sem bæjarfulltrúi sem mikinn áhuga hef á að styrkja þá starfsemi sem um ræðir.  Öll bæjarstjórnin var sammála um að fara í þá vegferð að kanna mögulega sameiningu á starfsemi Dvalarheimilis Stykkishólms við starfsemi HVE við St. Fransickussjúkrahúsið í Stykkishólmi. Svör mín við spurningum Erlu sýna hversu illa hefur verið haldið á þessum málum af hálfu Stykkishólmsbæjar.

1.     Liggur fyrir staðfesting fjármálaráðherra vegna þessara framkvæmda sem eiga að kosta 1.1milljarð króna?

Staðfesting fjármálaráðherra liggur ekki fyrir þann 20.apríl 2013, a.m.k. hefur það ekki verið upplýst ef svo er.

2.     Liggur fyrir skipting kostnaðar við framkvæmdir og rekstur milli bæjarins og ríkisins?

Áætlun sem gerð er af ARKÍS arkitektum í febrúar 2013 gerir ráð fyrir að heildarkostnaður við verkið verði 1.114þúsund, en við 5% verðbólgu verði kostnaður 1.205þúsund. Hlutur ríkisins m.v. 5% verðbólgu er 761milljón, Stykkishólmsbæjar 232milljónir og Framkvæmdasjóðs aldraðra 193milljónir. Framkvæmdatími er áætlaður 4 ár, þ.e. 2013 – 2016. Hlutur Stykkishólms yrði 22milljónir árið 2014, 120milljónir árið 2015 og 90milljónir árið 2016. Áætlunin hefur ekki verið lögð fyrir bæjarráð eða bæjarstjórn til afgreiðslu.

3.     Hefur verið gerður samningur milli fjármálaráðherra og velferðarráherra annars vegar og bæjaryfirvalda hinsvegar?

Samkomulag var gert milli velferðarráðuneytis, HVE og Stykkishólmsbæjar  um að skoða hagkvæmni sameiningar en enginn samningur hefur verið gerður um framvindu né framkvæmdir.

4.     Hefur Alþingi samþykkt fjárveitingu til þessa stóra verkefnis eins og lög gera ráð fyrir áður en framkvæmdir geta hafist (ekki er að finna fjárveitingu í fjárlögum ársins 2013)?

Alþingi hefur ekki samþykkt fjárveitingu til þessa verkefnis.

5.     Hefur stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra samþykkt framlag til þessa verkefnis?  

Ekki svo vitað sé. Bæjarfulltrúar hafa a.m.k. ekki verið upplýstir um að sótt hafi verið um í sjóðinn eða samþykkt liggi fyrir.

6.     Er gert ráð fyrir framlögum úr sveitasjóði og ef svo er liggur fyrir skrifleg yfirlýsing sveitarfélagsins?

Á fjárfestingaráætlun Stykkishólmsbæjar er gert ráð fyrir 13,5milljónum á árinu 2013. Aðrar áætlanir hafa ekki verið gerðar að hálfu bæjarins né slíkt staðfest skriflega.

7.     Hvert verður hlutverk „snautlegs“ húsnæðis Dvalarheimilisins og hvernig verður staðið undir fjárskuldbindingum þess eftir flutning hjúkrunar- og dvalarrýma?

Engin umræða hefur átt sér stað innan bæjarstjórnar varðandi þetta. Ljóst er að erfitt verður að standa undir ríflega 60milljóna króna skuldbindingum sem hvíla á Dvalarheimilinu þegar engar tekjur verða á móti þeim.

8.     Hvernig verður þjónustan við íbúa í íbúðunum við Dvalarheimilið tryggð þegar hjúkrunar og dvalarrými hafa verið flutt á sjúkrahúsið?

Engin umræða hefur átt sér stað innan bæjarstjórnar varðandi þetta.

9.     Hvar er gert ráð fyrir félagsstarfi fyrir íbúa hjúkrunar- og dvalarrýma og aðra íbúa sveitarfélagsins eftir flutninginn?

Engin umræða hefur átt sér stað innan bæjarstjórnar varðandi þetta.

 

Við ofangreint má bæta að samkvæmt tillögu D-lista var skipuð nefnd á vegum Stykkishólmsbæjar í byrjun árs 2012 til að fara með mál sveitarfélagsins varðandi ofangreind atriði. Nefndin var kölluð saman stuttu eftir að hún var skipuð en hefur ekki fundað síðan þrátt fyrir ítrekaðar kröfur bæjarfulltrúa D-lista þar um.

Fagna ber þeim áhuga og vilja sem velferðaráðuneytið hefur sýnt varðandi uppbyggingu á St. Fransickussjúkrahúsinu í Stykkishólmi og því treyst að ráðuneytið fari að lögum varðandi framkvæmd verksins, en jafnframt verður að harma hversu slælega Stykkishólmsbær hefur staðið að undirbúningi sín megin varðandi mögulega færslu dvalar- og hjúkrunarrýma yfir til HVE. Svör við ofangreindum spurningum sem snúa beint að Stykkishólmsbæ sýna það.

Sem bæjarfulltrúi tel ég það skyldu mína að tryggja að mögulegur flutningur skili ávinningi til styrktar starfsemi St. Fransickussjúkrahússins, þ.m.t. Háls- og Bakdeildar, Dvalarheimilis Stykkishólms, starfsmanna stofnananna og þeirra sem njóta þjónustunnar ásamt Stykkishólmsbæ og íbúa. Eins og haldið hefur verið á málum til þessa er hætta á að ávinningur falli ekki öllum í skaut.

Meirihluti bæjarstjórnar hefur ekki sýnt vilja í verki til að bæjarstjórn vinni sem ein heild að þessu brýna samfélagsverkefni, en eftir því hafa bæjarfulltrúar D-lista kallað ásamt kröfu um að Stykkishólmsbær skoði alla þætti málsins og geri áætlanir um úrlausn þeirra.

 

Gretar D. Pálsson  bæjarfulltrúi