Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Karlakórinn Kári

Karlakórinn Kári heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 5. maí kl. 17.00. Grundartangakórinn undir stjórn Atla Guðlaugssonar verða gestir þeirra á þessum tónleikum.
Þá heldur Karlakórinn Kári afmælistónleika í tilefni af 10 ára afmæli kórsins í Félagsheimilinu á Klifi 13. maí kl. 20.00. Gestir kórsins verða Eyþór Ingi söngvari/uppistandari, Karlakórinn Heiðbjört, Elmar Gilbertson einsöngvari, Lárus Hannesson, einsöngvari og Friðrik Vignir Stefánsson píanóleikari.
Stjórnandi Karlakórsins Kára er Hólmfríður Friðjónsdóttir og undirleikar er Valentina Kay.
Miðasala á afmælistónleikana á Klifi er á midi.is

Fréttatilkynning