Kartöflu Moussaka

Innihald:

(fyrir fjóra)

1 kg kartöflur

500 g nautahakk

1 stór laukur

50 ml af olíu

smá sjávarsalt og pipar

1 teskeið reykt paprika

Sósa

2 egg

500 ml mjólk

smá sjávarsalt

Aðferð:

Setjið olíu og fínsaxaðan lauk á pönnu og steikið þar til laukurinn er orðinn mjúkur, bætið þá kjötinu við og hrærið stanslaust í 10 mín. og kryddið.

Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og setjið helminginn af þeim í eldfast mót. Setjið svo til skiptis hakk og kartöflur, best að hafa kartöflur efst.

Blandið saman því sem fer í sósuna og hellið yfir kartöflurnar.

Setjið inn í ofn í klukkutíma á 200°C.

Leyfið að standa í 15 mín eftir að tekið er úr ofninum. Borið fram með steinselju og sýrðum rjóma.

Ég skora á Kristina Susac til að koma með uppskrift í næsta blað.

Tatsjana Spasojevik Svitlica