Kjöthleifur Vigdísar

Vigdís Þórðardóttir gefur hér uppskrift af kjöthleif.

Innihald:
2. lúkur Ritzkex mulið.
700 gr. nautahakk.
2 egg
2 msk. lauksúpa
2 msk. tómatssósa
1 tsk. timjan
1 tsk. oregano
salt eftir smekk
Kexmulningi og kryddi blandað saman í skál.
Hakki og eggjum hrært saman við
Sett í mót.
Bakað í 175°C í tæpa klukkustund.

Verði ykkur að góðu 🙂
Ég skora á hana Ólafíu Gestsdóttir að vera með næstu uppskrift.
Vigdís K. Þórðardóttir