Krabbameinsleit

Ágætu konur í Stykkishólmi og nágrenni.

9.og 10 október næstkomandi verður boðið upp á krabbameinsleit á heilsugæslunni hjá okkur í Stykkishólmi. 

Þessi þjónusta hefur komið til okkar á 2ja ára fresti árum saman og hefur þáttakan oftast verið góð hér. Þó hefur dregið úr þáttöku hér eins og annars staðar og er það ekki okkur til hróss. 

Ágætu konur í Stykkishólmi og nágrenni.

9.og 10 október næstkomandi verður boðið upp á krabbameinsleit á heilsugæslunni hjá okkur í Stykkishólmi. 

Þessi þjónusta hefur komið til okkar á 2ja ára fresti árum saman og hefur þáttakan oftast verið góð hér. Þó hefur dregið úr þáttöku hér eins og annars staðar og er það ekki okkur til hróss. 

Sýni frá leghálsi eru tekin hjá konum 20 -39 ára á 2. ára fresti en hjá konum 40-70 ára á 4. ára fresti ef sýnin þeirra hafa verið hrein a.m.k. síðustu 6 árin þar á  undan. Séu einhver einkenni er að sjálfsögðu tekið sýni.  Þessar vinnureglur byggjast á því að þróun forstigsbreytinga er mun hraðari hjá yngri konum.  Í þeim aldurshópi er tíðni sýkinga af völdum HPV veiru mun algengari en hjá þeim eldri, en veiran smitast við kynmök.  Krabbameinum í leghálsi hefur fækkað á Íslandi um 87% síðan 1971 og er þar mest að þakka krabbameinsleitinni.

Eins og áður verður boðið upp á brjóstamyndatöku fyrir konur eldri en 40 ára, en það er skoðun sem boðin er á 2ja ára fresti fyrir þennan aldurshóp.Eldri konur mega gjarnan fá myndatöku óski þær þess.

Krabbamein í brjóstum er algengasta krabbameinið hjá konum og mikil ástæða til að skima fyrir þeim.  Allar konur með ný eða grunsamleg einkenni ættu að leita skoðunar.

Með áreiðanleika má segja að horfur eru betri ef mein greinast snemma.

Ég vil hvetja konur til að mæta og þiggja þessa þjónustu sem er sérfræðiþjónusta og er ekki í boði hér í annan tíma.

Þær konur sem eru skráðar hér og hafa aðsetur annars staðar geta t.d.sótt þjónustu í leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.

Bréf munu berast konum í næstu viku og þá verður byrjað að bóka.

Sími heilsugæslunnar er: 4321200 

Sjáumst, Brynja Reynisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur 

Heilsugæslunni Stykkishólmi