Hercegovacki japrak er hefðbundin matur frá heimalandi mínu Króatíu.
Innihald:
500 gr. stór salatblöð
1 kg. hakk
100 gr. laukur, saxaður
100 gr. hrísgrjón
salt
1 msk. grænmetiskraftur
2 msk. olía
1 msk pipar
smá minta
Meðlæti:
400 ml. sýrður rjómi
Aðferð:
Salatblöðin sett í sjóðandi saltvatn svo tekinn upp og þerruð vel á pappír.
Hakk, laukur, hrísgrjón, salt, grænmetiskraftur, pipar sett á pönnu og steikt saman.
Rúmlega 1 matskeið af hakki sett inn í hvert salatblað og pakkið inn í litla bagga. Raðið böggunum í pott og bætið við mintu og botnfylli af vatni. Látið malla við vægan hita í um klukkustund, bærið við vatni ef þarf.
Berið fram með sýrðum rjóma.
Ég skora á Selmu Sól að koma með uppskrift í næsta blað.
Kristina Sušac