Kvenfélagið Hringurinn

Aðalfundur kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi var haldinn mánudaginn 21. janúar 2013, í húsi félagsins Freyjulundi. Engar kosningar lágu fyrir þessum fundi þar sem stjórn situr óbreytt eitt ár enn. 

Aðalfundur kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi var haldinn mánudaginn 21. janúar 2013, í húsi félagsins Freyjulundi. Engar kosningar lágu fyrir þessum fundi þar sem stjórn situr óbreytt eitt ár enn. Í Stjórn félagsins eru nú á seinna ári Alma Diego formaður, Ingibjörg Ágústsdóttir gjaldkeri og Þórhildur Pálsdóttir ritari. Í greinargóðri skýrslu formanns, kom fram að margt hefur verið aðhafst á síðasta starfsári, og sú nýbreytni hjá okkur kvenfélagskonum á jólaföstu að taka þátt í tónleikahaldi sem hljómsveitin Meðlæti stóð fyrir var skemmtilegur atburður í bænum okkar og vonandi komin til að vera, allur aðgangseyrir tæp 100 þús rann til þeirra sem á þurftu að halda, ásamt því líka að Blakdeild Stykkishólms afhenti kvenfélagsinu 40 þús. nú fyrir jólin til að taka þátt í stuðningi við þá sem þurfa aðstoð og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. En líka eins og alltaf tókum við félagskonur þátt í hefðbundnum jólaglaðningi annarra starfandi félaga. Þórhildur sagði frá stöðu Barnasjóðsins og voru félagskonur hvattar til að koma með ábendingar til sjóðsins, ef þær vita um þörf á aðstoð, þó svo sjóðurinn hafi sent frá sér tilkynningar um tilveru sína og tilgang. Ýmislegt höfum við á prjónunum og höfum m.a. hugann við safnaðarheimili kirkjunnar og annað sem kemur sér vel í okkar bæjarfélagi og er það ekki síst að þakka velvilja bæjarbúa til kvenfélagsins alla tíð, að við getum lagt lið. 1. febrúar hefur verið nefndur dagur kvenfélgskonunnar, og það var gaman að heyra allar kveðjurnar til okkar allstaðar af landinu, og auðheyrt að störf okkar eru vel metin í sveitum og bæjum ENDA ER ÞAÐ GOTT AÐ VERA KVENÉLAGSKONA – VERTU MEÐ OKKUR . Framundan er afmælisdagur kvenfélagsins og þá eins og alltaf sláum við upp veislu og vonum að veðrið veri gott … JÁ, ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA KVENÉLAGSKONA! Þórhildur Pálsdóttir, ritari.